7.2.2008 | 13:46
Bollu,sprengju og öskudagur
Á bolludaginn fá menn bollur allskinns bollur, en í ár var algjör skandall fékk ég mjög fáar bollur! en ég jafnaði mig því og fékk margar bollur daginn eftir semsagt á sprengjudeginum.
Á sprengideginum borðaði ég mig spreng fulla af saltkjöti og baunum í hádeginu í skólanum og í eftirrétt fengum við bollu því að við fengum ekki bollu á bolludegingum því að þær voru veðurteftar. Þegar kom að sundinu þá var fatasund og strákarnir fóru líka með okkur í sund. Áður en sundið byrjaði þá fór ég og Tinna heim til´mín að velja okkur föt og við völdum okkur ansi fallega buninga, en ræðum ekki meira um það. um kvöldið þá fór ég í afmæli til Krissíar og þar var geggjað stuð
Öskudagur, vaknaði ég kl 9:50 og gerði mig tilbúna,klæddi mig sem sveitalúði eða eitthvað álíka. Svo lá leið minni með Anítu út á bakka og hittum stelpurnar þar sem við vorum að syngja með. Stelpurnar voru: Ég,Aníta,Tinna,Elísa, Karítas,Jóhanna,Sunna og Anný. Við byrjðum kl 10:45 í nesbakkabúð svo héldum við niðrí bæ og sungum í flest öllum búðum en samt bara í búðum með góðu nammi svo um hádegi þá lokaði búðunum og við orðnar kaldar og þreyttar þá fór ég og Tinna heim til mín að sækja dót og komum við hjá Anítu og fórum inní íþróttahús til að undirbúa Öskudagsballið sem við vorum að halda ásamt foreldrafélaginu. En þegar við komum inní íþróttahús komumst við ekki inn og biðum og biðum en þá áttum við að fara inn að neðan. Við gerðum íþróttahúsið allt klárt og klukkan 2 byrjaði ballið, þá komu krakkar í allsskins búningum og öll misjöfn. Við bjuggum til Tarzan leik og skipulögðum dansana. Ballið var svo búið klukkan 4 þá fór ég heim og fékk mér að borða og át mikið mikið nammi. þetta voru ágætir eða mjög fínir dagar og maður er pakksaddir eftir þá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.